Um höfundinn

A photo of Simon Ager, author of Omniglot, taken on 26th January 2023

Ég heiti Simon Ager og bý í Bangor í Wales. Ég hef lifibrauð mitt af þessu vefsetri. Ég er fæddur og uppalinn í Lancashire á Norðvestur Englandi en hef búið, starfað og/eða verið í námi í Skotlandi, Frakklandi, Japan, á Írlandi og Tævan.

Tungumál hafa verið mér hugleikin síðan ég man eftir mér og ég hef numið nokkur þeirra til mismikillar hlítar: Mandarínkínversku, frönsku, velsku og írsku kann ég nokkurn veginn reiprennandi. Ég bjarga mér á þýsku, spænsku, japönsku, skoskri gelísku og manx. Ég les og skil töluvert í ítölsku, portúgölsku og esperantó og hef grunnþekkingu á tékknesku, rússnesku, bretónsku, tævönsku, kantonsku og bresku táknmáli (BSL).

Nánar um tungumálaævintýri mitt..

Næst tungumálum er tónlist aðalástríða mín - ég syng með nokkrum hljómsveitum, sem lög, leik á ýmis hljóðfæri og fer oft á tónleika. Ég hef einnig gaman af að lesa, fara á skauta, hjóla, þar með talið á einhjóli, og iðka sirkuslistir. Raunar hef ég áhuga á nánast öllu.

Vel á minnst, ef þú hefur velt fyrir þér hvernig eftirnafn mitt, Ager, sé borið fram þá er það /'eɪgə/. Það er að líkindum dregið af saxneska nafninu Ēadgār sem er Játgeir á íslensku og Játgeirr á norrænu. "Ēad" er raunar sama orð og auður og merkir ríkidæmi. "Gār" er geir í merkingunni spjót. Ætti því kannski að þýða Auðgeir.

Það er hægt að styrkja Omniglot gegnum PayPal:

 

Einnig má styðja vefsetrið á ýmsa aðra vegu..

Translated into Icelandic by Stefan Steinsson

Information about Icelandic | Phrases | Numbers | Colours | Family words | Time | Terms of endearment | Idioms | Tongue twisters | Tower of Babel | Learning materials

About me in other languages

অসমীয়া, Bahasa Indonesia, Bahasa Melayu, বাংলা, Brezhoneg, català, čeština, Chabacano, Cymraeg, dansk, Deutsch, eesti, English, Englisc, العربية, ελληνικά, español, Esperanto, فارسى, français, Gaeilge, Gaelg, Gàidhlig, Gutiska (𐌲𐌿𐍄𐌹𐍃𐌺𐌰), 한국어, Hiligaynon, Hindi, Íslenska, italiano, עברית, Kadazan, Kala Lagaw Ya, Kernewek, Lingua Latina, magyar, मराठी, монгол, Neddersassisch, Nederlands, 日本語, norsk, occitan, ภาษาไทย, polski, português, român, Русский, Shqip, slovenčina, suomi, Svenska, Tagalog, Tamasheq, தமிழ், Türkçe, ײִדיש, 中文

About this site | Omniglot - a potted history | About me | My language learning adventures | My musical adventures | My singing adventures | Song writing | Tunesmithing | My juggling adventures

[top]


Green Web Hosting - Kualo

You can support this site by Buying Me A Coffee, and if you like what you see on this page, you can use the buttons below to share it with people you know.

 

The Fastest Way to Learn Korean with KoreanClass101

If you like this site and find it useful, you can support it by making a donation via PayPal or Patreon, or by contributing in other ways. Omniglot is how I make my living.

 

Note: all links on this site to Amazon.com, Amazon.co.uk and Amazon.fr are affiliate links. This means I earn a commission if you click on any of them and buy something. So by clicking on these links you can help to support this site.

[top]

iVisa.com